Uncategorized — 13/08/2011 at 19:59

Newcastle – Arsenal 0-0

by

Jæja, keppnistímabilið er hafið og fyrsta leiknum lokið. Ekkert mark og 0-0 jafntefli voru ekki skemmtilegustu úrslitin en það hefði verið leiðinlegra að tapa. Gervinho fékk að sjá rauða spjaldið í sínum fyrsta leik í Úrvalsdeildinni eftir að hafa lennt í útistöðum við Joey Barton.

Fyrsta byrjunalið vetrarins lítur svona út: Szczesny, Sagna, Vermaelen, Koscielny, Gibbs, Song, Rosicky, Ramsey, Arshavin, Gervinho, Van Persie.

Leikurinn byrjaði með góðri baráttu beggja liða og fékk Arsenal að vera meira með boltann og gera athlögur að markinu án þess þó að takast það og var flautað til hálfleiks í stöðuni 0-0. Seinni hálfleikurinn hélt áfram á svipaðann hátt og sá fyrri, Arsenal meira með boltann en Newcastle reyndi skyndisóknir. Á 75 mínútu fer Arsenal í sókn og Gervinho er með boltann inn í vítateig og er þá felldur og í því sem Gervinho er að fara að standa upp þá kemur Joey Barton og einhvernvegin hífir hann upp  sem síðan endaði með því að Gervinho sló til Barton og fékk fyrir það rautt spjald. Þarna hefði verið mjög sniðugt hjá dómaranum að gefa þá Barton líka rautt spjald.

Arsenal einum færri næstu 15-20 mínúturnar. Arsenal var nú þegar búið að skipta Theo Walcott inná í stað Arshavin. Rosicky kom síðan útaf á 84 mínútu fyrir Frimpong og Djourou fékk að koma inná á 90 mínútu fyrir Aaron Ramsey.

0-0 jafntefli eru því úrslit dagsins fyrir Arsenal. Leiðinlegast af þessu öllu er fá ekki einu sinni að sjá mark.

Maður leiksins: Robin Van Perise

httpv://youtu.be/E4ZMzRvgCu4
Gervinho atvikið, rautt spjald

BYRJUNARLIÐIÐ:

Wojciech Szczesny
Bacary Sagna
Thomas Vermaelen
Laurent Koscielny
Kieran Gibbs
Alex Song
Tomas Rosicky(84)
Aaron Ramsey(90)
Andrey Arshavin(60)
Gervinho
Robin van Persie

BEKKURINN

Lukasz Fabianski
Johan Djourou(90)
Emmanuel Frimpong(84)
Theo Walcott(60)
Alex Oxlade-Chamberlain
Marouane Chamakh
Carl Jenkinson

Comments

comments