Uncategorized — 10/07/2011 at 15:04

Nenad Lukić boðið að æfa með Arsenal

by

Arsenal hefur nú boðið ungum serba að nafni Nenad Lukić að æfa með félaginu með það fyrir augum að gera við hann samning en njósnarar Arsenal hafa fylgst náið með honum að undanförnu. Lukić spilar með Lokomotiv Plovdiv í Serbíu og U-19 ára landsliðinu. Hann spilar sem vinstri kantmaður og hefur nú skorað 6 mörk fyrir landsliðið sem keppir í úrslitum í Evrópukeppni U-19 liða í Rúmeníu seinna í mánuðinum.

Nenad Lukić er 18 ára. Bæði Chelsea og Manchester United hafa einnig verið að fylgjast með honum ásamt Olympiakos og Hoffenheim. Lukic var áður á mála hjá Partizan Belgrade.

Hér er svo eitt videó sem sýnir hann betur.

httpv://youtu.be/JrgLZwm4I8w

Comments

comments