Uncategorized — 10/11/2013 at 20:14

Naumt tap gegn Man Utd

by

Vermaelen_vs_Man Utd

Eins og svo oft áður þá var það Man Utd sem stoppaði Arsenal á góðu “rönni”.

Man Utd vann fyrr í dag Arsenal 1-0 með marki frá Robin van Persie.

Man Utd var töluvert betra liðið í fyrri hálfleik en Arsenal í þeim síðari. Hvorugt liðið skapaði mikið af færum en sigurmark Persie kom eftir hornspyrnu Rooney.

Mertesacker og Rosicky voru eftir heima þar sem þeir voru veikir auk þess sem Arteta og Gnabry þurftu verkalyf og vítamínsprautu til að geta spilað þennan leik.

Vermaelen var því aftur kominn í byrjunarliðið og með fyrirliðabandið. Hann verður ekki sakaður um þetta tap og kom vel út úr þessum leik. Sem var virkilega gott því margir vilja meina að lélegur leikur hans gegn Man Utd á Old Trafford í fyrra hafi verið byrjunin að lélegu tímabili hjá honum. Vonandi er það að baki núna.

Arsenal er sem fyrr á toppi deildarinnar en núna er forskotaið bara 2 stig þegar farið er inn í næstu landsleikjahrinu.

SHG

Comments

comments