Uncategorized — 11/07/2011 at 11:40

“Nasri og Fabregas elska Arsenal og eru ánægðir hér”

by

Arsene Wenger hélt blaðamannafund eftir komu liðsins til Malasíu í morgun og sagði meðal annars.

“Það eru alltaf ýmsar sögusagnir í gangi þegar leikmaður á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum og hefur ekki skrifað undir nýjan samning. Samir Nasri er mjög ánægður hjá Arsenal og er staðráðinn í að vera hér áfram. Mun hann spila með Arsenal þetta tímabil? Ég segi Já. Mun hann skrifa undir nýjan samning? ÉG vona það svo sannarlega en ég er ekki sá eini sem getur ákveðið það.”

Wenger sá einnig ástæðu til að segja nokkur orð um sögusagnir um að Fabregas væri á förum frá félaginu. Þegar hann var spurður af fréttamanni hvort að Fabregas yrði áfram hjá Arsenal þá svaraði Wenger “Já. Svo einfalt er það”

“Ég tala aldrei um hvað gerist á bak við lokaðar dyr. Cesc elskar Arsenal. Við vitum að þessa saga um Fabregas og Barcelona hefur nú verið stanslaust í fjölmiðlum í 2 ár en þetta verður að fara að taka enda.” Bætti Wenger svo við.

Ég held að það megi lesa úr þessum orðum Wenger að bæði Samir Nasri og Cesc Fabregas munu spila með Arsenal næsta vetur. Blaðamenn þarna í Engalndi geta þá væntanlega farið að snúa sér að öðrum málum.

 

Comments

comments