Uncategorized — 23/08/2011 at 22:16

Nasri farinn

by

Nú rétt í þessu var Samir Nasri að ljúka læknisskoðun hjá Manchester City og verður væntanlega tilkynnt og staðfest um sölu hans frá Arsenal fyrir um 24 milljónir punda í fyrramálið.

Nasri kom til Arsenal í Júlí 2008 og hefur leikið 125 leiki og skorað 27 mörk. Nasri mun nú slást í hóp fyrrverandi Arsenal manna hjá Man City en City liðið hefur keypt mikið frá Arsenal síðustu árin. Adebayor, Toure, Clichy og nú Nasri. Þar með ætti eitthvað það leiðinlegasta leikmanna vesen sem ég man eftir að Arsenal hafi lent í, loksins búið.

Bless Nasri

Comments

comments