Uncategorized — 04/08/2014 at 23:15

Napoli komið í baráttuna um Vermaelen

by

Vermaelen

Napoli hefur bætt sér í baráttuna við Barcelona og Manchester United til að festa kaupinn á Belgíska varnarmanninum Thomas Vermaelen frá Arsenal. Vermaelen sem er 28 ára gamall gekk til liðs við Arsenal frá Hollenska liðinu Ajax árið 2009 fyrir rúmar 8 milljónir punda og undirritaði fjögurra ára samning við Norður Lundúnar liðið.

Í október 2011, undirritaði hann framlengingu á samningi sínum sem að myndi halda honum hjá félaginu til ársins 2015.

Samkvæmt The Daily Mail, hefur Napoli bætt sér í kapphlaupið við Barcelona og Manchester United um undirskrift Vermaelan og með samningi sínum sem að rennur út árið 2015, hefur þjálfari Arsenal Arsene Wenger hugsað sér að selja hann fyrir lítinn pening í félagsskiptaglugganum frekar en missa hann á frjálsri sölu næsta sumar.

Það er talið Wenger myndi vilja kjósa það frekar að Belgíski landsliðsmaðurinn gengi í lið utan úrvalsdeildarinnar þar sem að hann vill ekki styrkja keppinauta sína fyrir upphafið á nýju tímabili. Vermaelen spilaði aðeins 14 úrvalsdeildarleiki á 2013/2014 tímabilinu.

Wenger hefur frekar kosið að nota miðvarðarparið Per Mertesacker og Laurent Koscielny sem hans fyrsta val þar sem að þeir hafa ýtt Vermaelen úr liðinu og á bekkinn með frábærri frammistöðu á síðasta tímabili, og hefur Vermaelen íhugað að ganga í nýtt félag til að fá meiri leiktíma og að eiga öruggt sæti í Belgíska landsliðinu.

Comments

comments