Uncategorized — 27/07/2011 at 11:00

Næstur út, Líklega Henri Lansbury

by

Það er greinileg tiltekt í gangi í unglingaliðum Arsenal og fékk Jay Emmanuel-Thomas reisu passann í gærog var seldur til Ipswich. Henri Lansbury er líklega næstur út um dyrnar hjá Arsenal og líklegur áfangastaður hans er þá Norwich sem mun leika í Úrvalsdeildinni í vetur.

Lansbury hefur síðustu tvær leiktíðar verið lánaður til annara félaga. 2009-2010 lék hann með Watford og spilaði 37 leiki með þeim og skoraði 5 mörk. 2010-2011 var hann í láni hjá Norwich sem vilja kaupa hann núna og spilaði 23 leiki og skoraði 4 mörk. Hann hefur alls leikið 6 leiki fyrir aðallið Arsenal og skorað 1 mark sem hann gerði í fyrra.

Líklegt kaupverð Norwich á Lansbury er um 2,5 milljónir punda. En hvænær þessari sölu er lokið er ómögulegt að segja, gæti þess vegna verið seinna í dag.

Comments

comments