Leikjaumfjöllun — 28/12/2015 at 20:28

Myndband: Góður sigur á Bournemouth

by

Arsenal v Tottenham Hotspur - Premier League

Arsenal svaraði slæmu tapi gegn Southampton á laugardaginn með góðum leik gegn Bournemouth.

Mesut Özil átti enn eina stoðsendinguna í dag en hann lagði upp fyrsta mark leiksins sem Gabriel Paulista skallaði í netið eftir hornspyrnu. Nánast ekki spurning um hvort heldur hvenær Özil slær stoðsendingametið í úrvalsdeildinni yfir eina leiktíð.

Özil skoraði síðan sjálfur í seinni hálfleik eftir glæsilegt samspil við Olivier Giroud. Sendingin frá Giroud sem lagði upp markið var einfaldlega stórkostleg og varla að Özil sjálfur hefði getað gert þetta svona vel!

Arsenal komnir á toppinn þegar leiktíðin er hálfnuð en við bíðum átekta til morguns þar sem að Leicester City eiga séns á að endurheimta toppsætið með sigri á Manchester City.

Fyrsta markið frá Gabriel Paulista
Annað markið frá Mesut Özil

Comments

comments