Leikjaumfjöllun — 21/12/2015 at 23:37

Myndband: Frábærir Arsenal menn lögðu Man City

by

Theo Walcott

Arsenal átti frábæran leik þegar liðið lagði Manchester City að velli á Emirates í kvöld, 2-1.

Það var Theo Walcott sem skoraði glæsilegt mark á 33. mínútu og kom Arsenal yfir. Magnað skot í fjærhornið við vítateigslínuna eftir undirbúning Mesut Özil.

Aftur undirbjó Mesut Özil frábært færi á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks sem Olivier Giroud skoraði úr og kom Arsenal í 2-0.

City menn talsvert meira með boltan í leiknum en sköpuðu sér ekkert rosalega mikið af færum gegn virkilega öguðum og frábærum varnarleik Arsenal manna.

Það kom þó gríðarleg spenna í leikinn eftir að Yaya Toure hafði minnkað muninn fyrir City á 82. mínútu með furðulegu en þó stórglæsilegu marki.

City sóttu með látum mínúturnar eftir það en tókst ekki að jafna leikinn.

Arsenal fer því í jólahátíðirnar í öðru sæti, fjórum stigum á undan Manchester City sem er í því þriðja og tveimur á eftir Leicester City.

Hér má sjá helstu atvik leiksins

Comments

comments