Uncategorized — 07/01/2014 at 16:51

Myndband: Dan Crowley skorar 2 og leggur upp 4

by

Crowley

Ungstirnið Dan Crowley var allt í öllu er unglingalið Arsenal vann Peterborough 6-1 í FA-unglingabikarnum í gær. Hann gerði sér lítið fyrir og lagði upp fjögur mörk, þar af þrjú fyrir Chuba Akpom áður en hann skoraði svo sjálfur síðustu tvö mörk Arsenal í leiknum.

Dan Crowley sem verður 17 ára í ágúst kom frá Aston Villa á síðasta ári og hefur verið líkt við sjálfan Jack Wilshere. Hann á að baki 6 leiki með U16 ára liði Englands og 10 leiki með U17 ára liðinu en það verður virkilega gaman að fylgjast með þessum kauða í framtíðinni.

Hér má sjá myndband af stoðsendingum og mörkum Crawley. Njótið!

TG

Comments

comments