Uncategorized — 14/04/2012 at 22:20

M’Vila rífst við stuðningsmenn, enn líklegra að hann fari frá Rennes núna

by

Yann M’Vila tók þátt í rifrildi og skörpum samræðum við stuðningsmenn Rennes í fyrradag en stuðningsmennirnir sem voru um 30 talsins voru með stórann borða sem á stóð “A cardboard cup for a cardboard team”. En Rennes tapaði í bikarkeppninni frönsku fyrir neðri deildarliði sem heitir Quevilly.

Þegar M’Vila var að fara af æfingasvæðinu þá steig hann út úr bílnum og hrópaði einhverju að stuðningsmönnunum og þurfti á endanum að kalla til öryggisverði til grípa inní. Eftir atvikið sagði M’Vila að hann hefði farið út úr bílnum vegna þess að þeir hefðu reynt að skemma hjá sér bílinn.

Þetta þykir styrkja það hann ætli sér að fara frá Rennes í sumar en hann sagði opinberlega í viðtali í síðustu viku að hann ætti erfitt með að neita ef honum yrði boðið að leika með Arsenal, eða eins og hann orðaði það “Ef að þjálfarinn hringir og segist vilja fá mig, sérstaklega ef þjálfarinn er franskur þá  getur það breytt öllu”.

Hann hefur einnig verið sterklega orðaður við  Inter Milan og Real Madrid en þau lið eru ekki með franskann þjálfara.

 

 

Comments

comments