Uncategorized — 08/05/2012 at 17:36

M’Vila fyrir 17 milljónir punda (óstaðfest)

by

Netmiðlar í Englandi og Frakklandi eru með þær fyrirsagnir í dag að Rennes sé búið að komast að samkomulagi við Arsenal um sölu á Yann M’Vila. Verðmiðinn er 17 milljónir punda.

Franska dagblaðið “Le Parisien” segir að M’Vila muni skrifa undir 4 ára samning og launin hans væru um 60.000 pund á viku.

M’Vila ætti því samkvæmt öllu að vera dýrasti leikmaður sem Arsenal hefur keypt en Andrey Arshavin var sá dýrasti, var keyptur á 15 milljónir punda árið 2009.

Yann M’Vila er 21 árs, hefur leikið 18 landsleiki fyrir Frakka og skorað í þeim 1 mark. Fyrir Rennes hefur hann leikið 128 leiki og skorað 4 mörk. Hann er varnar-sinnaður miðjumaður. hann er 182 cm á hæð og hjá Rennes var hann með númerið 17 á bakinu.

Nýverið var M’Vila handtekinn fyrir að hafa kýlt 17 ára strák en hann sjálfur hefur skýrt það út með því að þessi 17 ára stráklingur hafði brugðist trausti sínu. Ekki er enn vitað hvernig það mál fer.

httpv://youtu.be/5WUsJrvsJYM

Comments

comments