Mustafi og Perez komnir og Chambers lánaður

by

mustafi&Perez

Arsenal tilkynnti loksins í dag um kaupin á Shkodran Mustafi frá Valencia og Lucas Perez frá Deportivo.  Mustafi er sagðir hafa kostað 35 milljónir punda og Perez um 17 milljónir punda. Mustafi er með Þýska landsliðinu og mun að öllum líkindum hitta liðsfélaga sína hjá Arsenal í fyrsta skipti einum degi fyrir leikinn gegn Southampton þann 10 September. Perez er hinsvegar væntanlega mættur til æfinga en hann er ekki í spænska landsliðinu. Ekki er búið að tilkynna hvaða númer þeir muni nota hjá Arsenal en númerin 9 (Perez) og 2 (Mustafi) koma sterklega til greina með því gefnu að Debuchy verðir seldur eða lánaður.

Einnig var tilkynnt um það í dag að Calum Chambers yrði lánaður út leiktíðina til Middlesbrough en vonandi nær hann að sýna sig mikið í vetur.

 

Bestu kaup Arsenal í sumar, hvað heldur þú ?

View Results

Loading ... Loading ...

Comments

comments