Uncategorized — 03/08/2012 at 23:00

Mun Arsenal vera með U-21 lið í vetur?

by

Enska deildin hefur staðfest að ný U-21 keppni mun hefjast á þessu tímabili. Þetta er gert til þess að minnka muninn milli akademíur liðanna og aðalliðanna. En borið hefur á því að lið eins og Spurs hafa verið að draga lið sín út úr varaliðskeppninni á Englandi.

17 lið úr ensku úrvalsdeildinni og sex úr næst efstu deild á Englandi verða skipt í þrjá riðla. Frá og með janúar mun þeim svo aftur vera skipt í þrjá riðla eftir árangur liðanna, sem svo mun leiða til útsláttakeppni.

Keppnin mun hefjast 17. ágúst með leikjum Man City gegn Chelsea og West Ham gegn Reading.

Hvert lið má nota þrjá útleikmenn sem eru eldri en 21 árs auk þess að nota markmann sem er eldri, svipað og reglurnar eru á Ólympíuleikunum nema þar eru aldurstakmarkið 23 ára.

“Með þessu er verið að auka þrepin sem ungir leikmann fara í gegnum og auðvelda þeim að þróast sem atvinnumenn,” sagði Richard Scudamore framkvæmdarstjóri ensku deildarinnar.

“Nýja Barclays U-21 úrvalsdeildin mun taka á því stökki sem hefur verið á milli akademíu og aðallið liðanna.”

“Við trúum því einnig að þessi keppni, þar sem aðdáendur geta komið og fylgst með upprennandi stjörnum og landsliðsmönnum, mun hjálpa til við að búa til betri kynslóðs af uppöldnum leikmönnum.”

Núna er bara spurningin hvort Arsenal er eitt af þessum 17 liðum?

SHG

Comments

comments