Uncategorized — 22/09/2014 at 21:42

Monreal missir af næstu 4 leikjum Arsenal

by

Monreal

 

Nacho Monreal, leikmaður og bakvörður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, verður fjarri góðu gamni næstu vikurnar vegna bakmeiðsla sem að hann hlaut gegn Manchester City á dögunum í 2 – 2 jafntefli.

Meiðslavandræði í varnarlínu Arsenal halda nú áfram að hrannast upp en í dag var staðfest að franski hægri bakvörðurinn Mathieu Debuchy muni ekki spila með liðinu næstu þrjá mánuði vegna ökklameiðsla.

Læknateymi Arsenal staðfesti það í dag að Nacho Monreal muni missa af næstu fjórum leikjum liðsins, þar á meðal mikilvægra leikja gegn Tottenham og Chelsea.

Meiðslalisti Arsenal er nú orðinn langur en þar má nefna leikmenn eins og Olivier Giroud sem að meiddur er á fæti og er frá í 3 mánuði, Sanogo er meiddur aftan í læri og ekki vitað nákvæmlega hvenær hann kemur til baka, Debuchy meiddur í ökklanum og frá í 3 mánuði, Theo Walcott er meiddur á hné og búist er við honum um mánaðarmótin September og Október og Serge Gnabry er einnig meiddur á hné og ekki vitað nákvæmlega hvenær hann kemur til baka.
Ritari – Davíð Guðmundsson

 

Comments

comments