Uncategorized — 25/07/2015 at 17:12

Mögnuð liðsframmistaða er Arsenal valtaði yfir Lyon

by

olivier-giroud_2352223b

Arsenal 6-0 Lyon
1-0 Olivier Giroud (’30)
2-0 Alex Oxlade-Chamberlain (’34)
3-0 Alex Iwobi (’35)
4-0 Aaron Ramsey (’39)
5-0 Mesut Özil (’62)
6-0 Santi Cazorla (’85)

Arsenal átti magnaða liðsframmistöðu þegar þeir mættu Lyon í Emirates Cup rétt í þessu.

Arsenal lagði franska stórveldið með sex mörkum gegn engu, en enginn leikmaður skoraði tvö mörk í leiknum.

Það má segja að Arsenal hafi slátrað franska stórveldinu á tíu mínútum, en Olivier Giroud opnaði leikinn með marki eftir hálftíma leik.

Við það virtist olía vera komin á eldinn en Chamberlain, Ramsey og Iwobi skoruðu á næstu tíu mínútunum og komu Arsenal í 4-0.

Í seinni hálfleik bættu síðan Mesut Özil og Santi Cazorla við mörkum fyrir Arsenal og komu Arsenal í 6-0.

Þetta var fyrsta mark Iwobi fyrir félagið, en hann er 19 ára gamall og hefur verið að spila með akademíu félagsins. Hann á að baki landsleiki fyrir U-16, U-17 og U-18 ára landslið Englendinga en talið er að hann velji að spila með landsliði Nígeríu í framtíðinni, en hann er ættaður þaðan.

Iwobi á ekki langt að sækja hæfileikana en hann er fljótur og fjölhæfur leikmaður. Iwobi er bróðursonur Jay-Jay Okocha, sem spilaði eitt sinn fyrir Bolton Wanderers og nígerska landsliðið.

Fyrr í dag vann Villarreal 2-1 sigur á Wolfsburg en Arsenal eru því efstir í Emirates bikarnum á markatölu og mæta Wolfsburg á morgun. Sigur í þeim leik myndi svo gott sem tryggja Arsenal sigurinn í Emirates bikarnum.

Comments

comments