Uncategorized — 25/07/2014 at 13:40

Minnum á innskráningarleikinn

by

arsenal_iceland

Jæja félagar

Núna er búið að búa til alla gíróseðla og ættu þeir að vera komnir inn á heimabankann ykkar. Seðlarnir sjálfir fara svo fljótlega í póst.

Það er frestur til 12. ágúst að borga ætli þið ykkur að vera með í innskráningarleiknum. En í aðalvinning er ferð á leik Arsenal og Crystal Palace þann 16. ágúst. Síðan er Arsenal varningur í aukavinningum.

Ef þú vilt gerast nýr félagi þá er það ekkert mál þó þú fáir ekki gíróseðil. En það er gert með því að borga beint inn á reikning klúbbsins: Bankabók 0143-26-1413, kennitala 620196-2669 og senda heimilisfang á gjaldkeri@arsenal.is svo hægt sé að senda ykkur varning.

Fullt gjald er 2.800 kr.

Minnum einnig á fjölskyldutilboðið okkar (þá er miðað við fólk sem er með sama lögheimili) fyrstu tveir borgi fullt gjald, sá þriðji borgar hálft gjald og aðrir fá frítt.

Stjórnin

Comments

comments