Arsenalklúbburinn — 19/08/2016 at 10:17

Minnum á innskráningarleikinn og hópferðir tímabilsins

by

A_I

Núna fer hver að vera síðastur að borga félagsgjaldið til þess að vera í pottinum þegar dregið verður í hópferð Arsenalklúbbsins á Arsenal – Swansea.

Félagsmenn sem borguðu gjaldið sitt í fyrra eiga að vera komnir með greiðsluseðil og þarf að vera búið að borga hann í síðasta lagi 22. ágúst.

Þeir sem eru nýjir og vilja vera með í pottinum geta að sjálfsögðu gert það með því að leggja beint inn á reikning klúbbsins, 0143-26-1413, kennitala 620196-2669 og mikilvægt að senda kvittun á gjaldkeri@arsenal.is. Fullt gjald í klúbbinn er 2.800kr, en sé um fjölskyldu að ræða þá borga fyrstu tveir fullt gjald, sá þriðji hálft og restin er frí.

Jafnramt viljum við nota tækifærið og minna á hópferðir komandi tímabils sem komnar eru í sölu hjá Gaman Ferðum á www.gaman.is

Swansea 15. október – Til sölu hér

Tottenham 6. nóvember – Til sölu hér

Arsenal – Burnley 21. janúar – Til sölu hér

Man City 1. apríl – Til sölu hér

Man Utd 6. maí – Til sölu hér

Kveðja
Stjórnin

Comments

comments