Uncategorized — 22/05/2015 at 02:07

Milljón pund söfnuðust til Save the Children

by

IMG_0112

Arsenal tilkynnti á síðu sinni í gær að góðgerðarhlaup Arsenal, Be a Gunner – Be a Runner, hafi skilað einni milljón pund í tekjur sem gefið verður til Save the Children.

Við á Íslandi tókum þátt í hlaupinu í ár en Arsenal klúbburinn á Íslandi gaf ákveðna upphæð til málefnisins fyrir hvern þann einstakling sem tók þátt en hlaupið nýtur gríðarlega vinsælda úti.

Save the Children starfar í meira en 120 löndum til að bjarga lífum ungra barna og berjast fyrir réttindum þeirra og hjálpa þeim að láta rætast úr lífi þeirra.

,,Við erum stolt af því að styrkja frábært starf Save the Children um heiminn. Ég er mjög ánægður með að við séum búin að safna einni milljón saman í málefnið og vill þakka leikmönnum og stuðningsmönnum okkar sérstaklega fyrir hjálpina,” sagði Arsene Wenger.

EEO

Comments

comments