Uncategorized — 13/07/2012 at 11:39

Miklar breytingar í miðamálum

by

Arsenal F.C. var að tilkynna töluverða breytingu í miðamálum fyrir næsta tímabil. Í heildina þá munu tekjur Arsenal ekki aukast, en þeir munu klípa meira af fólki í stórleikjunum en lækka verð í litlu leikjunum. Arsenal mun einnig umbuna þeim sem eru meðlimir í stuðningsmannaklúbbum því þeir fá miðana ódýrari en þeir sem ekki eru í stuðningsmannaklúbbi tengdum Arsenal F.C.

Fram að þessu hefur Arsenal bara verið með tvær verðgrúbbur, A og B. En á næsta tímabili verður A, B og C. Leikir eins og Sunderland, Southampton, Swansea og WBA verða C leikir og verður verðið að meðaltali 28% lægri en á B leikjum. Aftur á móti þá munu A leikirnar hækka að meðaltali um 23%. Verð á B leikjum verður eins og í fyrra.

Ekki er búið að gefa út nákvæmt verð fyrir hvert sæti á vellinum en vitað er að ódýrustu miðarnir á næsta tímabili verða 25,5 pund á meðan dýrustu verða 126 pund.

Um leið og Arsenalklúbburinn fær upplýsingar um það hvaða svæði þeir fá á komandi tímabili og á hvaða verði miðarnir verða þá munu þeir láta félagsmenn sína vita.

Kv

SHG

Comments

comments