Arsenal Almennt, Arsenalklúbburinn — 11/09/2017 at 09:03

Mikilvæg tilkynning til félagsmanna

by

Fyrir síðasta tímabil þá voru stuðningsmannaklúbbar boðaðir á fund hjá Arsenal þar sem okkur var tjáð að klúbbarnir væru orðnir það margir að Arsenal gæti ekki gefið öllum þeim þjónustu sem þeir vildu, margir klúbbar væru að dúkka upp hér og þar sem greinilega voru bara búnir til til þess að fá miða og setja átti af stað ákveðið system.

Þetta system var, eða er SC Plus status. Það er þeir klúbbar sem eru duglegastir, með flesta félagsmennina, gefa af sér og eru almennt vel reknir fá þennan status og fá því meiri þjónustu. Eitt af því sem átti að taka af hinum klúbbunum voru almennir miðar. Það er, stuðningsmannadeild Arsenal F.C. fær X marga miða fyrir hvern leik og Plus klúbbarnir fá forgang á þessa búllíu. Þannig að það er nánast ómögulegt að fá miða ef maður er ekki SC Plus. Hugsunin á bakvið þetta var að það eru margir klúbbar að sækjast eftir Official status hjá Arsenal F.C. bara með það í huga að fá miða á leiki.

En við úthutun í fyrra þá kom strax í ljós að þetta var illa ígrundað, auk þess sem yfirstjórnin (Gazidis og félagar) fannst þetta ekki við hæfi og það “yrði” að hafa X marga frá hverri heimsálfu. Þannig að strax þarna var þetta dottið uppfyrir sig. Allt í einu var Arsenal Brasilía (50 meðlimir) sem aldrei sækir um miða á leiki komnir með forgang á Arsenal Danmörk (2.500 meðlimir) sem sækir um miða á hvern einasta heimaleik.

Og núna hefur komið í ljós að þetta er ekkert umbunarkerfi eins og upp var lagt með, heldur rotating system þannig að við sem vorum SC Plus í fyrra verðum það ekki núna. Þetta er því að fara að hafa veruleg áhrif á miðamál klúbbsins og það mun koma í ljós á næstu dögum hvort við yfri höfum munum fá einverja miða. Ekki er ólíklegt að fá munum fá 0 miða á A leikina.

Stjórnin.

Comments

comments