Uncategorized — 30/10/2013 at 09:34

Mikið gerst síðustu vikurnar

by

1078730-17194175-640-360

Á þeim tíma sem fréttaskrif hefur legið niðri þá hefur mikið gerst hjá Arsenal.

Arsenal hefur unnið báða leiki sína í deildinni, fyrst 4-1 gegn Norwich þar sem eitt allra fallegasta mark í sögu Emirates var skorað. Svo vann Arsenal Palace 0-2 þar sem Arteta var annar leikmaður í sögu Arsenal til að skora og vera svo rekinn útaf í sama leiknum.

Arsenal er því enn í efsta sæti en á laugardaginn kemur mætast Arsenal og Liverpool í uppgjöri efstu liðanna. Eins og kunnugt er þá verður klúbburinn með glæsilega 45 manna hópferð á þann leik.

Arsenal hefur hins vegar tapað tveimur leikjum. Sá fyrri var heimaleikur gegn Dortmund í Meistaradeildinni og því verður erfiðara að komast upp úr riðlinum.

Í gær tapaðist svo enn einn heimaleikurinn og í þetta skipti gegn Chelsea í Deildarbikarnum og Arsenal því úr leik þar.

SHG

Comments

comments