Uncategorized — 23/07/2011 at 17:25

Met Theo Walcott slegið af 14 ára strák

by

Þegar Theo Walcott var yngri var hann í nánast öllum íþróttum og æfði meðal annars krikket og frjálsar og þar með hlaup. Þetta var á þeim árum sem hann stundaði nám við Downs School í Compton, Berkshire. Árið 2004 setti Theo Walcott skólamet í 100 metra hlaupi sem hann hljóp á 11,58 sek.

En nú hefur þetta met hans Theo verið slegið af strák sem heitir Joshua Willock, hann hljóp vegalengdina á 11,51 sek þannig að nafn Theo Walcott er ekki lengur í metaskrá skólans. Spurning hvort þessi Willock eigi eftir að enda sem fótboltamaður í framtíðinni.

 

Comments

comments