Uncategorized — 12/08/2013 at 15:47

Mertesacker: Vonandi sjá allir að við erum andlega tilbúnir

by

Per+Mertesacker+Arsenal+v+Swansea+City+Premier+y5ZS2VN7xg4l

Varnarmaðurinn stóri og stæðilegi, Per Mertesacker, er ánægður með hvernig liðið hefur komið undan sumri og segir það í stakk búið að takast á við erfitt tímabil.

Undirbúningstímabilið hefur verið lengi að líða að sögn hans en það komi til með að hjálpa þeim að ná góðu starti í ensku úrvalsdeildinni.

,,Mér finnst þetta langt undirbúningstímabil en við gerðum vel, sérstaklega gegn City. Það var gott að klára það svona og ég held við séum vel undirbúnir undir tímabilið. Við fáum núna landsliðatímabil sem gerir þetta pínu erfitt en ég held að við munum einbeita okkur að fullu að Villa þegar við komum til baka á fimmtudag.”

,,Við leitumst eftir því, góðum sigri svo að allir sjái að við erum andlega tilbúnir fyrir langt tímabil. Við verðum að einbeita okkur að hverjum leik eins og hann sé okkar síðasti.”

Eyþór Oddsson

Comments

comments