Uncategorized — 08/08/2011 at 09:58

Mertesacker vill í enska boltann

by

Fréttir um Per Mertesacker birtust óvænt á vefum fréttamiðla í gærkvöldi en sagan segir að hann vilji burt frá Bremen og vill fá að spila í Enska boltanum og þá jafnvel helst hjá Arsenal. Hann á víst að vera fáanlegur fyrir um 6-8 miljónir punda þar sem samningur hans við Bremen rennur út næsta sumar. Mertesacker er ákkúrat leikmaður sem Arsenal gæti notað.

Mertesacker er 198 cm á hæð og góður skallamaður og yfir höfuð mjög góður varnarmaður sem er fastur maður í Þýska landsliðinu. Svo er hann líka bara 26 ára og hefur samt töluverða reynslu.

Arsenal bráðvantar varnarmann, svo mikið er á hreinu en hvort Wenger vill Mertesacker, Cahill, Jagielka eða einhvern annan verður bara að koma í ljós.

Comments

comments