Uncategorized — 17/07/2015 at 10:00

Mertesacker: Özil er lykilmaður en á mikið inni

by

Arsenal in Singapore - Day 2

Varafyrirliði Arsenal, Per Mertesacker, telur að landi sinn, Mesut Özil sé lykilmaður hjá félaginu, en hann eigi þó mikið inni.

Özil spilaði flottan fótbolta á seinni hluta seinasta tímabils en hann hafði stigið upp úr erfiðum meiðslum, en Mertesacker telur að hann eigi ennþá meira inni.

,,Hann er einn af okkar lykilmönnum. Hann á mikið inni og seinni hlutinn á seinasta tímabili þegar hann kom aftur úr meiðslum, þá gátuð þið séð hversu mikilvægur hann er fyrir okkur sem lið með sendingarnar, vera á milli línanna og alltaf að ógna andstæðingum”

,,Við þurfum að finna hann og gera hann betri, þar getur hann sýnt allt sem hann hefur upp á að bjóða. Lykillinn er að fá ekki meiðsli eða slíkt. Hann er góður leikmaður þegar hann er hraustur en auðvitað þarf hann að fá þetta extra, þetta sjálfstraust til að spila upp á sitt besta.”

,,Við skulum sjá til, ég er mjög bjartsýnn á að hann sýni sitt besta og hans fyrsta heila tímabil sé framundan”

Comments

comments