Uncategorized — 04/03/2014 at 17:55

Mertesacker og Rosicky framlengja

by

Arsenal Training Session

Per Mertasacker og Tomas Rosicky skrifuðu báðir undir nýjan samning hjá Arsenal í dag.

Per hefur verið hjá Arsenal í tæp þrjú ár á meðan Rosicky hefur verið í London í átta ár.

Á meðan þetta er mikið gleiðiefni þá eru margir búnir að benda á að eitt leiðinlegt er hægt að lesa úr þessari frétt. Mikið hefur verið rætt um það að Arsenal ætlaði sér að tilkynna framlengingu þessara tveggja auk Bakary Sagna. En sú staðreynd að hann var ekki með í tilkynningunni í dag gefur því miður til kynna að ekkert verði úr því að hann framlengi við Arsenal.

Annað virkilega jákvætt er þó að Rosicky var að skrifa undir tveggja ára samning en hann er 33 ára. Arsene Wenger virðist því vera að hætta þeirri stefnu að veita leikmönnum 30 ára og eldrei einungis eins árs samning.

SHG

Comments

comments