Uncategorized — 17/08/2013 at 11:15

Mertesacker: Mjög sérstakt að vera fyrirliði

by

mertesacker

Í fjarveru fyrirliðanna Thomas Vermaelen og Mikel Arteta, mun Per Mertesacker taka við fyrirliðabandinu í fyrsta leik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni sem fer fram á Emirates klukkan tvö í dag.

Mertesacker segir að það sé sannur heiður að fá að leiða Arsenal liðið í sínum fyrsta leik á þessu tímabili.

,,Það er mjög óvenjulegt að bæði fyrirliðinn og varafyrirliðinn séu frá í fyrsta leik tímabilsins en fyrir mig er þetta sannur heiður og mjög óvænt,” sagði Mertesacker við Arsenal Player.

,,Ég er ekki vanur þessu en ég var fyrirliði liðsins í nokkrum leikjum undirbúningstímabilsins svo að þetta er ekkert nýtt. Þetta er mjög sérstakt fyrir mig að vera fyrirliði í fyrsta úrvalsdeildarleiknum.”

,,Enskan hjá mér er að batna svo að samskiptin eru að batna. Samskipti eru mikilvæg og vonandi mun framlag mitt aukast enn frekar.”

EEO

Comments

comments