Uncategorized — 28/05/2015 at 23:18

Mertesacker: Höfum sýnt styrk á Wembley

by

MertesackerBig1

Per Mertesacker, fyrirliði liðsins segir að Arsenal geti tekið andlega styrkinn sem þeir hafa sýnt á þessu ári með á Wembley.

Arsenal vann FA Cup í fyrra eftir 3-2 sigur á Wembley og þyrstir í annan titil á laugardaginn.

,,Við vitum að það er erfitt að spila á Wembley. Þetta er öðruvísi en að vera heima eða úti og þú getur ekki borið þetta saman. Við höfum ákveðinn andlegan styrk í keppninni til að koma til baka. Við höfum áður náð árangri á Wembley, höfum gert vel þar en ekki sýnt okkar bestu hliðar, sem er frekar skrýtið.”

,,Á móti Championship liðum og úrvalsdeildarliðum eins og Hull verður þetta alltaf erfiður leikur og þú getur ekki borið það saman við deildarleik. Við gengum í gegnum mjög erfiðan úrslitaleik á síðasta tímabili svo að það getur hjálpað okkur. Við verðum að vera meðvitaðir um að allt getur gerst. Ef við sýnum góða frammistöðu á Wembley verður erfitt að stoppa okkur.”

Þess má geta að ef Arsenal sigrar á laugardaginn, mun Wenger taka fram úr Sir Alex Ferguson (Man Utd) og Thomas Mitchell (Blackburn Rovers), en þessir þrír hafa allir unnið fimm FA Cup titla á sinni ævi. Þá verður Wenger sigursælasti knattspyrnustjóri FA Cup sögunnar ásamt George Ramsey (Aston Villa), sem er sigursælastur með sex bikarsigra.

Comments

comments