Uncategorized — 22/07/2015 at 01:11

Mertesacker: Höfum sýnt í bikarnum að við getum verið stöðugir

by

mertesacker

Varafyrirliðinn Per Mertesacker segir að áskorun liðsins sé að berjast um að verða Englandsmeistari.

Þetta kemur fram á vef SkySports en Mertesacker vill að liðið forðist sömu slöku byrjun og einkenndi liðið í upphafi seinustu leiktíðar.

Arsenal vann þá aðeins tvo af fyrstu átta leikjum sínum í deildinni en það reyndist dýrkeypt undir lok leiktíðar, þrátt fyrir að félagið hafi endað í þriðja sæti deildarinnar.

,,Við verðum að vera upp á okkar besta. Við höfum sýnt það í bikarnum að við getum verið stöðugir. Við viljum halda því áfram og sýna að við erum kandidatar fyrir titilinn frá byrjun en ekki bara á síðari helming leiktíðar”

,,Við viljum vera tilbúnir frá byrjun og fá ekki jafn mörg meiðsli og á seinustu leiktíð, það væri ánægjulegt og gott fyrir okkur. Trúin er þarna, við höfum alltaf haft vissa trú á okkur og að vinna titla aftur og aftur er eitthvað sérstakt, en við skulum bæta við þessu litla auka sem þarf til að berjast allt tímabilið.”

,,Við erum með góðan kjarna og munum byggja á því. Við höfum góðan hóp og munum ekki missa stóra leikmenn svo að það er góður stöðugleiki. Hópurinn verður í góðu skapi og í góðu formi. Við verðum að vera það því það eru fullt af öðrum liðum sem munu berjast um titilinn.”

EEO

Comments

comments