Uncategorized — 17/03/2015 at 08:51

Mertesacker: Getum unnið alla

by

MertesackerBig1

Varafyrirliðinn Per Mertesacker var brattur á fréttamannafundi fyrir leikinn gegn Monaco í Meistaradeildinni í kvöld.

Arsenal eru í heldur lélegri stöðu fyrir seinni leikinn, sem fram fer í Frakklandi kl 19:45 í kvöld, en eins og flestir Arsenal stuðningsmenn vita tapaðist fyrri leikurinn 4-1.

Okkur líður mjög vel og við erum jákvæðir. Við verðum að berjast við erfiðleika og gagnrýni í okkar starfi og það er hluti af þessu, en við eigum góðan möguleika á að lagfæra þetta.

Við viljum gera betur og taka betri ákvarðanir. Við gerðum eitthvað rangt í fyrsta leiknum en við getum lært af því og sýnt aðra frammistöðu. Við þurfum aðra frammistöðu og augljóslega verður það ekki auðveld, en við verðum að sýna öðruvísi leik.

Við höfum bætt okkur mikið, svo að þess vegna erum við mjög bjartsýnir að við getum unnið hvern sem er í heiminum, jafnvel á útivelli.
Per Mertesacker

EEO

Comments

comments