Uncategorized — 18/07/2013 at 23:34

Mertesacker: Ekki nóg að spila tíu góða leiki í röð

by

Per+Mertesacker+Arsenal+v+Swansea+City+Premier+y5ZS2VN7xg4l

Þjóðverjinn stóri og stæðilegi, Per Mertesacker, trúir að Arsenal liðið sé með rétta blöndu af reynsluríkum mönnum og unglingum þetta tímabilið.

Mertesacker var í miðvarðarlínu Arsenal sem fór hamförum síðustu 11 leikina þar sem liðið tapaði ekki leik og spilaði stórgóðan fótbolta. Þjóðverjinn telur að Arsenal verði að sýna þetta áfram alveg frá byrjun og þurfi að sýna meiri stöðugleika

,,Við erum með mjög góðan hóp, fullan af efnivið og við viljum að þessi gæði komi saman. Við höfum reynda leikmenn og hæfileikaríka unga leikmenn – En við þurfum meiri stöðugleika og í meira en 10 leiki.”

,,Við gerðum það á síðasta tímabili þegar við virkilega þurftum þess, en í þetta sinn verðum við að vera tilbúnir frá byrjun. Þar af leiðandi þarftu þína reynslu til að liðið sýni sitt allra besta.

Eyþór Oddsson

Comments

comments