Uncategorized — 15/03/2012 at 22:44

Mertesacker ekki meira með þetta tímabil

by

Arsene Wenger sagði í kvöld á vefsíðu Arsenal, arsenal.com að mjög líklega muni Per Mertesacker ekki spila meira á þessari leiktíð en hann meiddist í leik gegn Sunderland í Febrúar og þurfti að fara í aðgerð á ökla.

“Það eru aðeins 6 vikur eftir af þessu tímabili og hann þarf að koma sér í leikhæft form aftur, ég held að tíminn sé of stuttur til þess að hann nái því.”

Wenger sagði þó að Jack Wilshere væri mjög nálægt því að geta farið að spila aftur en hann hefur ekki getað spilað neitt í allan vetur. Andre Santos spilaði í 60 mínútur með varaliðinu í gær án vandræða. Francis Coquelin er enn allavega tvær vikur frá því að geta spilað og Abou Diaby mun líklega spila með varaliðinu í næstu viku.

 

Comments

comments