Uncategorized — 29/05/2012 at 23:53

Menn á fullu með sínum landsliðum

by

Núna í sumarfríinu virðist vera lítið annað en slúður í fréttum hjá Arsenal. Hins vegar þá eru ekki allir í fríi. EM byrjar eftir nokkra daga og hafa þónokkrir verið valdnir til að spila með sínum þjóðum. Auk þess þá eru aðrir að spila vinuáttuleiki þar sem alþjóðlegir leikdagar eru þessa vikuna.

Eins og kom fram um daginn þá var Ryo að spila sinn fyrsta landsleik. Það sama gerði Chamberlain með Englendingum í 1-0 sigri á Norðmönnum. Hann kom inn á og spilaðis íðustu 17 mínúturnar. Theo spilaði síðustu 44 mínúturnar.

Robin van Persie spilaði allan leikinn í óvnætu 1-2 tapi Hollendinga gegn Búlgaríu.

Ramsey var fyrirliði og spilað allan leikinn gegn Mexíkó.

Bendtner skoraði eina mark Danmerkur í 3-1 tapi gegn Brössum.

Per Mertesacker og Lukas Podolski spiluðu með Þjóðverjum sem lágu 5-3 fyrir Sviss þar sem Johan Djourou kom inn á í uppbótartíma.

Joel Campbell spilaði allan tímann fyrir Kosta Ríka sem vann Guatemale.

Szczesny spilaði allan leikinn fyrir Pólverja sem unnu Slóvakíu.

Eins og flestir vita þá kom Kocielny ekki við sögu gegn Íslendingum, hefði kannski átt að gera það þar sem vörnin hjá þeim var skelfileg.

Rosicky er meiddur og var því hvíldur gegn Ísrael.

Arshavin spilaði heilan leik fyrir Rússa gegn Úrugvæ.

Vermaelen var hvíldur þegar Belgar tóku á móti Svartfjallalandi.

SHG

 

Comments

comments