Uncategorized — 04/06/2012 at 15:52

Menn á fullu með sínum landsliðum seinni hluti

by

Þá eru allir æfingaleikir fyrir EM búnir og eins og áður þá voru nokkuð um að Arsenalmenn komu við sögu.

Persie skoraði tvö mörk fyrir Hollendinga sem fór létt með Norður-Íra, 6-0.

Chamberlain byrjaði inn á í fyrsta skipti fyrir England og Theo kom inn á sem varamaður í 1-0 sigri á Belgíu. Vermaelen var fyrirliði Belgíu í leiknum.

Szczesny spilaði í 90 mínútur og hélt hreinu gegn lægst skrifaða landi FIFA listanns, Andorra. Já það eru til lönd sem eru lélegri en Ísland.

Bendtner spilaði allan leikinn fyrir Dönum gegn Ástralíu.

Koscielny spilaði sinn annan landsleik fyrir Frakka gegn Serbíu. Frakkar unnu 2-0 og var vörnin töluvert betri en gegn Íslendingum.

Djourou spilaði allan leikinn í 1-0 tapi gegn Rúmeníu.

SHG

Comments

comments