Uncategorized — 04/08/2011 at 16:05

Members Day var haldinn í dag

by

Í dag var haldinn svokallaður Members Day hjá Arsenal en þá æfir lið Arsenal frammi fyrir félögum í Official Arsenal klúbbnum, til þess að geta verið í þeim klúbbi þá þarf að greiða minnst ca. 40 pund árlega og þar með hefur maður aðgang að miðum á leiki ásamt því að fá fína gjöf á hverju ári og hafa aðgang að Arsenal player sem er hálfgerð sjónvarpstöð um Arsenal sem er hægt að finna á arsenal.com

Ég fylgdist aðeins með æfingunni á Arsenal Player og svo las ég bloggsíður stuðningsmanna.

Fabregas mætti á æfinguna eins og búist var við en Kyle Bartley, Eboue og Almunia voru hvergi sjáanlegir. Eboue er sagður vera í Tyrklandi að semja við Galatassaray en það er alveg óvist hvar hinir héldu sig. Eitt kom þó mjög á óvart en það var að Samir Nasri tók ekki þátt í æfingunni, heldur fylgdist hann bara með frá hliðarlínunni. Nicklas Bendtner var þarna og verður að segjast að hann var ansi sprækur og ekki að sjá að hann væri neitt á leið frá Arsenal en Chamakh er langt frá því eins sprækur og hann.

Meðal annars var skipt í lið og spilað 7 á móti 7 og var fyrsti leikurinn á milli gulra og græna sem síðan gula liðið vann 1-0 með marki frá Gervinho. Hvítir spiluðu síðan við gula og unnu 1-0 með marki frá Van Persie. Úrslitaleikurinn var því á milli gula og hvíta liðsins sem gula liðið vann 5-0 með tveimur mörkum meðal annars frá Bendtner.

Gulir: Mannone, Vermaelen, Song, Lansbury, Arshavin, Jenkinson, Gervinho, Bendtner

Grænir: Szczesny, Sagna, Djourou, Traore, Afobe, Frimpong, Fabregas, Chamakh

Hvítir: Fabianski, Squillaci, Gibbs, Djourou (líka), Rosicky, Miyaichi, Ramsey, Van Persie

Einnig var mættur þarna Stan Kroenke en stjórnarfundur Arsenal verður víst haldinn síðdegis í dag.

Comments

comments