Uncategorized — 16/08/2014 at 19:09

Meistarabragur á Arsenal í fyrsta leik

by

Arsenal v Crystal Palace - Premier League

Aaron Ramsey var hetjan í dag þegar Arsenal mætti stjóralausu Crystal Palace liði í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Arsenal voru langt undir pari í sinni frammistöðu í dag og gátu gert mikið betur en þeir fengu á sig fyrsta mark leiksins úr hornspyrnu eftir um 35 mínútna leik.

Það var síðan Laurent Koscielny sem jafnaði leikinn eftir frábæra sendingu Alexis Sanchez undir lok fyrri hálfleiks.

Það var síðan Aaron Ramsey sem var hetjan í uppbótartíma, en boltinn barst í teiginn frá Chamberlain, Koscielny náði skallanum, boltinn barst á bakvörðinn Debuchy sem átti skot sem Speroni varði út í teiginn þar sem Ramsey var einn og ódekkaður og lagði boltan í autt markið.

Meistarabragur á liðinu að ná þremur stigum þrátt fyrir að spila ósannfærandi leik, en það er meðal annars það sem að Man Utd liðin hans Sir Alex Ferguson gerðu hrikalega oft.

Eyþór Oddsson

Comments

comments