Uncategorized — 01/02/2014 at 17:53

Meiðsli Kallström ekki frá því í morgun

by

20140201-173940.jpg

David Ornstein blaðamaður hjá BBC sem Arsenal aðdáendur eiga að geta treyst hefur uppljóstrað um meiðsli Kim Källström.

Kim meiddist í baki á þriðjudaginn með Spartak Moskvu þegar þeir voru að spila strandarbolta í Dubai. Kim lét læknateymi Arsenal vita af þessu þegar hann kom til London í gær.

Hann var sendur í MRI þar sem ekkert kom í ljós en í CT skoðun kom uí ljós meiðsli sem mun koma í veg fyrir að hann missir að minnsta kosti af næstu sex leikjum.

Læknateymið lét Wenger vita af þessu en Wenger bað Arsenal samt um að ganga frá lánssamning við hann.

Þetta er allt hið einkennilegasta mál. Að fá reyndan 31 árs gamlan miðjumann til þess sð hjálpa til á meðan mikið er um meiðsli hjá Arsenal er alveg skiljanlegt. En að fá meiddan leikmann til þess að leysa af meidda leikmenn er bara skrýtið.

En þetta er eflaust fórnarkostnaður þess að gera allt á síðustu stundu. Ekkert hægt að breyta um plan ef eitthvað klikkar.

SHG

Comments

comments