Uncategorized — 28/11/2014 at 14:28

Meiðslafréttir.

by

Theo 2-0

Í morgunfór Arsene Wenger yfir ástand leikmanna í sínu hefbundna viðtali fyrir leiki Arsenal.
Þar kom fram að markvörðurinn Wojciech Szcesny er meiddur á mjöðm og hefur
ekkert æft síðan hann fór meiddur af velli um seinustu helgi í leik á
móti Manchester united.

Fyrirliðinn Mikel Arteta verður ekki með vegna kálfa meiðsla sem eru að hrjá hann og er
þetta í þriðja skiptið sem þau taka sig upp en eru samt alltaf minni háttar
en ættu samt að halda honum af vellinum í tvær til þrjár vikur
Sanogo er ekki talin líklegur að spila um helgina eftir að hafa farið af velli á
miðvikudaginn með krampa í fæti (tekur á að skora sitt fyrsta mark).

Einnig var farið yfir nokkra aðra leikmenn í viðtalinu og þá er Laurent Koscielny
byrjað ef Wenger telur það vera það rétta í stöðunni.

Danny Welbeck átti tíma í skoðun í morgun en hefur ekkert æft svo það á eftir
að koma í ljós hvort hann sé tilbúinn.
Theo Walcott er ekki heill í leik helgarinnar vegna bólgu í nára sem er að hrjá
hann eftir leikinn með Englandi og er ekki væntanlegur fyrr en í fyrsta lagi eftir
leikinn á miðvikudaginn.
Dapurt ástanda á leikmanna hópi okkar þessa dagana og telur heildar listinn 9
leikmenn sem eru auðvitað misjafnlega meiddir.

Við vonum auðvitað að restin af hópnum haldi sér heilum og byggi á úrslitunum
síðan á miðvikudag og næli sér í sigur og hífi liðið ofar í töflunni. Ekki veitir af smá skammti
af góðum fréttum eftir að hafa heyrt í gær að Jack Wilshere verði frá í þrjá mánuði eftir
að hafa þurft að fara í aðgerð á ökla.

Magnús P.

Comments

comments