Uncategorized — 05/12/2014 at 10:30

Meiðslafréttir fyrir leikinn gegn Stoke

by

Arsenal v Manchester City - Premier League

Wenger var með blaðamannafund í dag þar sem hann ræddi um form sumra leikmanna.

Szczesney: Hann er kominn til baka og æfir með liðinu í dag.

Debuchy: Kominn á fullt en ekki tilbúinn til að spila um helgina.

Diaby: Hann er á mörkum þess að byrja að æfa. Ef hann nær að haldast heill þá fær hann nýjan samning hjá Arsenal.

Walcott: Hann er enn bólginn eftir landsliðsæfingarnar og nær ekki að spila um helgina eða gegn Galatasaray.

Monreal: Hann verður ekki með.

Gibbs: Hann er að æfa og vonandi spilar hann um helgina.

Ospina: Hann er byrjaður að æfa á fullu.

SHG

Comments

comments