Uncategorized — 09/07/2012 at 10:42

M’Baye Niang kemur til reynslu

by

Samkvæmt fréttum sem berast frá Frakklandi hefur Arsenal boðið 17 ára framherja sem heitir M’Baye Niang að koma og æfa með félaginu til reynslu og ef allt gengur vel mun honum þá væntanlega verða boðinn samningur hjá Arsenal.

M’Baye Niang sem er 17 ára braut sér leið inn í byrjunarlið Caen í Frakklandi síðasta vetur og spilaði 23 leiki fyrir aðallið félagsins og skoraði í þeim 2 mörk. Því kemur það mörgum á óvart að hann skuli fara til reynslu eitthvert en bæði Lille og Paris Saint-Germain hafa sýnt drengnum áhuga undanfarið.

 

Comments

comments