Uncategorized — 27/04/2015 at 09:31

Markalaust jafntefli gegn Chelsea

by

Sanchez vs Fabregas

Arsenal og Chelsea gerðu markalaust jafntefli í gær í toppbaráttuslagnum.

Ljóst er að þessi úrslit geri það að verkum að Chelsea eru komnir með níu fingur á titilinn, en þeir eru nú með tíu stiga forskot á lið Manchester City og Arsenal sem deila 2. og 3. sætinu þegar fimmtán stig eru í pottinum.

Góðar varnir beggja megin komu í veg fyrir að mörk yrðu skoruð en óhætt er að segja að bæði lið fengu þó sín færi.

Meðal annars komst Ramires einn í gegn á Ospina, en átti hörmulegt skot sem Ospina varði.

Þá hefði Arsenal getað komist yfir um miðbik seinni hálfleiks þegar Nacho Monreal átti góða fyrirgjöf á Mesut Özil sem misreiknaði boltan og hitti ekki.

Chelsea vildu hér fá vítaspyrnu þegar þeir töldu að hafi verið brotið á Oscar
Sumir vildu meina að hér átti Chelsea að fá víti og rautt spjald á Ospina
Cesc Fabregas spjaldaður fyrir að reyna að fiska vítaspyrnu
Hér átti Arsenal að fá vítaspyrnu fyrir hendi
David Ospina ver dauðafæri frá Ramires
Welbeck í þröngu færi
Hér klikkar Mesut Özil á sínu færi
Viðtal við Arsene Wenger eftir leik
Viðtal við Jose Mourinho eftir leik

EEO

Comments

comments