Uncategorized — 19/08/2014 at 20:53

Markalaust í Tyrklandi

by

UEFA Champions League play-off first leg match Besiktas v Arsenal

Arsenal voru frekar lélegir í kvöld en 0-0 jafntefli í útileik í tveggja leikja hrinu er ekki alslæmt.

Vörnin var góð, Alexis var góður í fyrri hálfleik og Ox var góður þegar hann kom inn á, aðrir voru í raun slakir. Hugmyndasnauðir í sókn, lélegar sendingar hjá miðjumönnum einkenndi leik liðsins í kvöld. En með smá heppni hefði Arsenal geta stolið sigrinum undir lokin þegar markmaður Besiktas varði frábærlega frá Ox.

Neikvæði punkturinn er aftur á móti að Ramsey fékk rautt og missir af síðari leik liðanna.

SHG

Comments

comments