Uncategorized — 08/10/2014 at 08:53

Mark september mánaðar: Alexis Sanchez

by

Arsenal v AS Monaco - Emirates Cup

Alexis Sanchez, nýi leikmaður Arsenal á mark mánaðarins fyrir september mánuð en valið var tilkynnt á Arsenal.com í gær.

Opin könnun var gerð á Arsenal.com þar sem flestir, eða 36% lesenda, völdu mark hans gegn Manchester City sem mark mánaðarins.

Mark hans var einkar glæsilegt, en hann tók stoðsendingu Wilshere á lofti upp í bláhornið hjá Joe Hart.

Markið hans Wilshere gegn Man City í sama leik varð í þriðja sæti í þessari könnun en Alexis skoraði mark gegn Southampton sem var valið í öðru sæti, ekki skammt undan.

Eyþór Oddsson

Comments

comments