Uncategorized — 30/08/2011 at 00:30

Man Utd – Arsenal 8-2

by

Það er ekkert gaman að vera Arsenal maður þessa dagana. 8-2 tap fyrir Manchester United er versta tap sem ég hef upplifað hjá Arsenal frá því byrjaði að halda með liðinu. En deildarkeppnin er bara rétt að byrja og ef Wenger tekur upp budduna fyrir 1 September getum við alveg náð fyrri hæðum.

Einu mörk Arsenal í leiknum skoruðu Theo Walcott og Robin Van Persie, sem virðast vera þeir einu sem geta skorað fyrir Arsenal þessa dagana. Carl Jenkinson náði sér í rautt í leiknum og svo voru þarna leikmenn sem eru engan veginn tilbúnir í að spila með aðalliði Arsenal gegn Manchester United.

Svo slæmur var leikurinn að Arsenal hefur boðist til þess að borga miða fyrir þá sem fóru til Manchester á Sunnudaginn, næst þegar þeir vilja fara á útileik hjá Arsenal.

Ég ætla ekki að skrifa neitt meira um þennan leik, enda hræðilegur í alla staði.

 

 

BYRJUNARLIÐIÐ:

Wojciech Szczesny
Carl Jenkinson
Laurent Koscielny
Johan Djourou
Armand Traore
Francis Coquelin(62)
Aaron Ramsey
Tomas Rosicky
Theo Walcott(83)
Andrey Arshavin
Robin van Persie(83)

BEKKURINN:

Lukasz Fabianski
Ignasi Miquel
Gilles Sunu
Oguzhan Ozyakup
Henri Lansbury(83)
Alex Oxlade-Chamberlain(62)
Marouane Chamakh(83)

 

Comments

comments