Uncategorized — 24/07/2012 at 15:43

Malasía 1-2 Arsenal

by

Arsenal spilaði sinn fyrsta leik í Asíu núna rétt áðan.

Arsenal voru nokkuð betri í fyrri hálfleik en greinilegt að menn eru að æfa mikið og ekki í leikformi. Þeir urðu fljótlega þungir á sér en þegar þeir náðu fínu samspili þá fengu þeir undantekningarlaust færi, en inn vildi boltinn ekki. Enginn fékk betri færi en Santos sem byrjaði sem vinstri vængmaður en endaðis em hægri vængamður. Í þeirri stöðu fékk hann tvö dauðafæri en sýndi það að kannski er hann bara best geydur í vörninni. Malasía skoraði hins vegar frábært mark í blálok hálfleiksins, Coquelin leyfði manninum sínum að fá allt of mikið pláss á miðjunni og hann skaut af 25 metra færi beint í samskeytin. 1-0 í hálfleik.

Arsenal sett inn nýtt lið í seinni hálfleik og þó Theo, Chamberlain og Song voru inn á þá var restin ungir og óreyndir leikmenn þá nýttu þeir tækifærið ágætlega. Afobe klúðraði einn gegn markmanni, fékk annað hálffæri og skaut hátt yfir. Ryo fékk gott tækifæri en ákvað að snúa við og gefa á Theo í stað þess að skjóta einn gegn markmanni. Þegar 10 mínútur voru eftir þá fékk Eisfeld að koma inn á í stað Walcott og við það breyttist leikurinn töluvert. Eisfeld náði að jafna áður en Aneke tryggði svo 2-1 sigur.

Ekta æfingaleikur þó Arsenal hefði mátt vera með meira flæði í leiknum og þeir héldu boltanum illa. Arsenal á að vinna svona lið, leikurinn fór 4-0 fyrir Arsenal í fyrra. Og miðað við hvernig Wenger var á hliðarlínunni þá vildi hann annan svoleiðis leik, ekki sníkja sigur síðustu fimm mínúturnar.

SHG

 

Comments

comments