Uncategorized — 04/07/2015 at 20:44

Maitland-Niles til Ipswich á láni

by

gun__1310462449_wenger_malaysia1

Ainsley Maitland-Niles verður hjá Ipswich Town á láni í Championship deildinni á næsta tímabili.

Hann stóð sig fínt á seinasta tímabili og kom við sögu í nokkrum leikjum aðalliðsins á seinustu leiktíð. Hann átti sinn fyrsta leik í desember gegn Galatasaray og varð þar með yngsti leikmaðurinn í sögu félagsins til að spila í Meistaradeildinni, en þá var hann 17 ára og 102 daga gamall.

Maitland-Niles kom í akademíu Arsenal þegar hann var níu ára og hefur verið reglulega í U-21 liði Arsenal undanfarin tvö tímabil.

EEO

Comments

comments