Uncategorized — 14/07/2014 at 21:44

Maggi P nýr fréttastjóri

by

MaggiP

Með tilkomu nýs útlits www.arsenal.is þá kynnum við nýjan starfsmann, Magnús P. Haraldsson, eða Maggi P.

Kristján Geir verður áfram vefstjóri og Hilmar verður ritstjóri.

Maggi P. mun sjá til þess að reglulega komi fréttir af liðinu okkar á síðuna á meðan Hilmar mun snúa sér að því að koma með fréttir úr klúbbastarfinu sem og af félagsmönnum, en töluverðar breytingar eða nýjungar verða þetta tímabil.

En fyrir ykkur sem ekki þekkið Magga P. þá spurðum við hann nokkrar spurningar fyrr í kvöld.

Nafn: Magnús P. Haraldsson

Maki: Vala Jensen

Börn: Ríkharður Axel 8 ára og Henry Máni 1 árs

Hvenær byrjaðiru að halda með Arsenal? þegar Arsenal varð meistari 1989, þá sá ég þá spila í sjónvarpinu og síðan þá hafa þeir fylgt mér.

Fyrsta minningin um Arsenal: Þegar Arsenal varð meistari 88/89

Hefuru farið á Emirates? Já hef farið á þrjá leiki, tvo leiki í Afmælisferðinni 2012 (Schalke og QPR) og svo fór ég í janúar þegar Fulham kom í heimsókn.

En Highbury? Ég gerðist því miður aldrei svo frægur að komast á Highbury, maður var alltaf á leiðinni en frestunar áráttan hafði betur.

Uppáhalds leikmaðurinn? Ian Wright er alltaf ofarlega á lista en ég held ég verði að segja Henry.

Núverandi? Ég hef alltaf verið dáldið öðruvísi þegar kemur að því að velja uppáhalds þó það sjáist ekki á Henry og Wright en í leikmannahópnum í dag er Rosicky minn uppáhalds bara fyrir það eitt að hann vinnur út í eitt og er þarna fyrir liðið en ekki að eltast við eitthvað annað.

Hvernig leggst komandi tímabil í þig? Komandi tímabil leggst vel í mig. Hefði viljað halda Sagna en maður getur ekki fengið allt. Ég treysti að Wenger fylli skarðið ásamt því að bæta meiri breidd í hópinn.

Hvað áttu marga Arsenal búninga? Ég á að mig minnir 7 búninga í dag, er reyndar töluvert hærri tala á heimilinu í heild sinni.

 

Við vonum svo sannarlega að tilkoma Magga P. muni hífa arsenal.is ánæsta stall.

Comments

comments