Uncategorized — 30/07/2014 at 16:25

Madrid búið að samþykkja tilboð Arsenal?

by

Sami Khedira

Madrid hefur samþykkt tilboð frá Arsenal fyrir 27 ára gamla Khedira, en félagsskiptin hans til Arsenal hafa tafist vegna hárra launakrafa Khedira.

Bayern Munich hefur nú komið sér í baráttuna við Sami Khedira, en þeir vilja  fá hann á frjálsri sölu þegar að samningur hans við Real Madrid rennur út á næsta ári.

Tímaritið Marca skýrir frá því að Madrid vill selja Khedira í sumar í því skyni að fá pening fyrir hann, sem þýðir að selja hann til Arsenal er fyrsti kostur Madridinga.

Það er ekki ljóst hvort Madrid sé reiðubúið að falla frá uppsettu verði til að sannfæra Arsenal að ganga frá kaupunum og launakröfunum, en kröfur Real Madrid eru 24 milljón punda og hætta er að þeir fái ekki krónu fyrir leikmanninn.

Allt bendir til þess að ef hann fer ekki núna, þá fer hann til Bayern Munich á frjálsri sölu á næsta tímabili.

Arsenal eiga en eftir að svara launakröfum Khedira síðan að hann lækkaði kröfurnar sínar úr 150,000 pundum á viku til 134.000 pund á viku.

Ritari – Davíð Guðmundsson

Comments

comments