Uncategorized — 25/02/2013 at 20:42

Loksins sigur. Cazorla með bæði mörkin.

by

959602-15751118-640-360

Eftir tap gegn Blackburn í bikarnum og Bayern í Meistaradeildinni vann Arsenal loks leik. Santi Cazorla skoraði bæði mörk Arsenal í 2-1 sigri á Aston Villa á Emirates Stadium um helgina.

Arsenal skoraði fyrsta markið á 6 mínútu og var Arsenal mun betra liðið allan leikinn átti samtals 26 skot að marki gegn 4 frá Villa. Villa skoraði þó úr einu af þessum fjórum skotum sínum og verður eiginlega ekki annað hægt að segja en að Szczesny hefði mátt gera betur.

Cazorla skoraði síðan á 85 mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá Monreal.

Næsta helgi er það síðan Tottenham á White Hart Lane og svo Bayern í Þýskalandi.

lid_astonvilla

stats_astonvilla

Comments

comments